laugardagur, 18. mars 2017

Blautur snjór

Sá myndarlegi fór í ræktina og ég flaut með til þess eins að labba heim. Stutt og hressandi ganga á letidegi sem þessum. 

Á heimleiðinni sá ég tré sem úr uxu tveir stórir, ljótir nabbar með fullt af skrýtnu stöffi sem líktist blöndu af geimsteini og trévöxnu hrauni. 
Gekk fram á blautan minnismiða sem geymdi innkaupalista öðru megin og húsnæðispælingar hinumeginn. 
Gekk framhjá pilti með lokk í öðru eyra og húðflúraðar bleikar varir á hálsinum. 
Stakk mér inn í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og fann þar rauðvínsflösku sem Dominique og Eymar mæltu með árið 2007 með réttinum sem ég ætla að elda á eftir. 
Kom líka við í blómabúðinni.

Snjórinn er blautur og ég er að fíla þetta lag

Engin ummæli: