föstudagur, 12. maí 2017

Með-í-virkni

Ryksugan var enn á stigapallinum þegar karlinn kom heim í gær. Ég hafði vissulega hugsað mér að klára þrifin í gærkveldi en mér var boðið á fund um meðvirkni og gat ekki neitað því (meðvirknin alveg að fara með mig).

Gott annars að fá karlinn heim, svo  gott að hann er aftur rokinn að heiman. Sá fram á góða helgi þar sem ég gæti vafrað hér ein um tóman kofann en ónei, foreldrarnir eru mætt á svæðið og ætla ekki bara að gista eina nótt heldur þrjár nætur. Gat ekki neitað þeim. Meðvirkni ríður ekki við einteyming börnin góð.

Engin ummæli: