sunnudagur, 24. febrúar 2013

Drýpur súkkulaði af hverju strái

Eftir alla dásemdina sem mér var færð í bólið reif ég mig á lappir í aðra dásemd


dásemd sem dró fram eftirvæntingu og gleði hjá þeim myndarlega sem gleður mig og fyllir eftirvæntingu dag hvern


Uppskriftina fékk ég hjá Nönnu sem ég þekki ekki neitt en fylgist þó áköf með hverri dásemdinni af annari sem hún galdrar fram í eldhúsinu sínu í vesturheimi


Tilvalið að vígja kaffibollana sem ástin mín færði mér á afmælisdaginn


fyrir slíkar dásemdarkökur sem súkkulaði drýpur af í himneskri sinfóníu við sjávarsalt


Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er þegar búin að háma í mig margar


en ég er ekki viss um að ég komist í það að klæða mig í dag.

2 ummæli:

Ragna sagði...

Hvílík rómantík í hverri færslu hjá þér Katla mín. Hjartans kveðja til ykkar.

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk mín kæra, hér svífur rómantík yfir vötnum ;-)