þriðjudagur, 19. febrúar 2013

Pjattaður plokkari

Í gærkvöld fórum við á indverskt matreiðslunámskeið. Elduðum litríkan mat með dásamlegum kryddum. 

Í kvöld settum við plokkfisk á rúgbrauð, breiddum heimagerðri bernaisesósu yfir og stungum inn í ofn


Fórum því næst á námskeið í Evrópumálum með magana fulla af spariklæddum plokkfisk. 

Annað kvöld ætlum við bara að læra þetta venjulega. Hvað skyldum við elda með því?

4 ummæli:

Bogga bjútí sagði...

á næsta pjattaða plokkfisk seturðu nokkrar rækjur og rifinn ost áður en hann fer inn í ofn - það er bara gott ;O)

Frú Sigurbjörg sagði...

Það hljómar dásamlega systir góð, eins og plokkfiskur í smókíng.

Íris sagði...

þessi spariklæddi plokkfiskur hljómar dásamlega

Nafnlaus sagði...

Spurning um að fara að prófa laxinn ;)

Kv. Ástrós