laugardagur, 16. febrúar 2013

Var full í Hörpu í gær


Full af gleði yfir öllu skemmtilega fólkinu sem ég hitti. Full af fjöri yfir allri frábæru tónlistinni. Full af orku í dunandi dansinn. Full af rauðvíni.

Full seint að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins núna en svona getur maður látið þegar hausinn er fullur af ryki. Full af söknuði eftir myndarlegum manni. Full af hugsunum um konuna sem elskaði einveru en getur nú ekki hugsað sér sólarhring án þess myndarlega. Fullt af skrýtnu sem smellpassar.

Dró fram þennan ókunnuga bolla og fyllti af kaffi. Var í skapi til að drekka úr bolla með gylltri rönd og rússnesku á botninum. Þarf ekki að vita neitt um hann. Kaffið er gott og bráðum kemur sá myndarlegi3 ummæli:

Íris sagði...

Gott að þú ert ekki full af engu, held að það sé mjög svo dapurlegt.

ella sagði...

Hefði vel getað hugsað mér að vera í Hörpu.

Ragna sagði...

Eitt er víst að þú ert alltaf full af eldmóði og haltu því áfram. Kær kveðja.