sunnudagur, 8. nóvember 2009

Lakkrís-draumur

Dreymdi í nótt ég ætti lakkrís. Glænýjann og girnilegann lakkrís. Litla svarta bita, rörbita með gulu og bleiku marsípani að utan, og lakkrís í laginu eins og lítil hús með bleikum og gulum marsípanröndum á. Ég hafði í mikið meir en nógu að snúast, þurfti að flokka pappíra og fara yfir talnarunur, afgreiða í búð og kenna Möggu systur minni að coordinate-a, leysa ráðgátu og leggja sjálfa mig í lífshættu, fara sem nemi til Danmerkur með lest og keyra þaðan til Bandaríkjanna. Ég komst að lokum aftur að skrifborðinu mínu og sá að það var bara kltími eftir af vinnudeginum. Ákvað að tími væri kominn á lakkrís. Valdi tvo litla svarta bita og stakk þeim upp í mig. Byrjaði að tyggja og... - var vakin af kærastalufsunni! Og nei, hann var ekki að færa mér kaffi í rúmið. Sem er líklegast ágætt miðað við kaffi-aðferðir gærdagsins.

Hebði betur kaupt mér lakkrís í Kolaportinu í gær.

Engin ummæli: