miðvikudagur, 11. nóvember 2009

Blússandi

Fékk sætt sms sem hlýjaði mér inn í bein í dag er ég stóð i Eymundsson og fletti sætri skruddu. Myndarlegi maðurinn færði mér rauðar rósir er ég kom heim eftir vinnu. Drengirnir völdu hjartalagaðar piparkökur í búðinni. Ég færði skruddu að gjöf. Blússandi rómantík á heimilinuÍ ofanálag gerði myndarlegi maðurinn sér lítið fyrir og flamberaði kvöldmatinn eins og enginn væri morgundagurinn.

Engin ummæli: