þriðjudagur, 12. maí 2009

VR

Þegar ég var 17 ára og vann sem hlutastarfsmaður á kassa í ónefndri verslun, voru orð eins og; "það er ætlast til" og "þú verður" óspart notuð til að fá okkur til að bæta á okkur frekari vinnu. Þetta virkaði í e-n tíma þegar ég var 17 ára. Passlega lengi þó. 
Nú, þegar ég er orðin 34 ára, er ég búin að komast að því að þessir frasar eru enn til innann verslunargeirans, og óspart notaðir. Það vill bara svo illa til að ég læt ekki segja mér hvað ég verð að gera.

Engin ummæli: