sunnudagur, 3. maí 2009

Væl

Á morgun fer ég í 1.stigs söngpróf í Söngskólanum. Mig kvíðir fyrir. Hef í sjálfu sér ekki mestar áhyggjur af söngnum, heldur tónfræðinni og nótnalestrinum. Frá því ég byrjaði upphaflega hafa allar forsendur fyrir náminu breyst. Ný atvinna með nýjum vinnutíma og nýrri staðsetningu, hefur gert mér nánast ókleift að stunda námið sem skyldi. Mér hefur tekist að hitta söngkennarann minn og undirleikarann fyrir elskulegheit þeirra, og vilja til að hagræða tíma sínum fyrir mig. Allt annað hefur mætt afgangi, sem hefur því miður ekki verið mikill. Þar af leiðandi er ég á morgun að undrbúa mig fyrir 1.stigið, en ekki grunndeildarpróf, sem ég annars var farin að stefna að. Hætt að syngja Haydn og Brahms. Einfaldar vögguvísur og Óli og hundspottið hans tekið við. Mig langar að vera bjartsýn og uppörvandi og helst af öllu hlakka til líka, en átta mig á því betur og betur hversu lítið ég raunverulega er farin að melta allar breytingarnar. Er í raun bara enn að gleypa þær. 

Í ofanálag hef ég svo áhyggjur af svínaflensueinkennum sem farin eru að hrjá mig. Er að vísu ekki farin að hrína enn, en ét eins og svín nánast hvern dag. 

Engin ummæli: