þriðjudagur, 19. maí 2009

Mont - pont

Þrátt fyrir að hafa sótt Söngskólann óreglulega og háð veiklulegt einvígi við lágdeyðuna, komst ég að því í gær ég væri önnur hæsta í 1. stiginu með einkunina níu. (lesist: já, þetta er mont)
Mér var einnig boðin stöðuhækkun í vinnunni. 1.júlí nk. tek ég formlega við verslunarstjórastöðu jakkafataráðuneytisins (lesist: deildarstjóri herradeildar) og næ að jafna 40% launatapið.

Verð þó enn að bíða til mánaðarmóta til að komast raunverulega að því, hversu mjög lukka mín hefur styrkst með hækkandi sól. Maður á víst að vera viss um þegar allt gengur of auðveldlega, að maður sé ekki að fara niður hæðina. 

Engin ummæli: