mánudagur, 25. maí 2009

Lhasa de Sela

Fór á sallafína tónleika í gærkveldi. Á ballstaðnum Nasa. Ég er alveg sátt við að dilla mér á dansgólfi Nasa á balli með td. Páli Óskari eða Sálinni. Mér leiðist hinsvegar ógurlega að vera boðið upp á að standa af mér tónleika á ballstað. 
Tónleikarnir í gær voru jafnljúfir og þeyttur bláberjarjómi. Eitt uppklapp í viðbót og ég hefði gengið út. Mínir 34 ára gömlu fætur voru alveg búnir að fá upp í klof.

Engin ummæli: