miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Strætó.is

Í strætó í dag var miðaldra kona á hækjum. Hún fór inn á sömu stoppustöð og ég. Hún skakklappaðist aftast eins og ég. Hún fór út á stoppistöðinni á undan mér. Ég hugsaði með mér hvað hún væri dugleg að ferðast svona ein í strætó, á hækjum. Ég var líka ein á ferð, enda á leið í vinnuna. Ég var í rauðu kúrekastígvélunum mínum. Mér tókst að detta út úr strætó á minni stoppistöð. Kylliflöt. Velti því svo fyrir mér í allann dag hvaða gæfa hlyti að bíða mín handan við hornið. Og viti menn, myndarlegi kærastinn minn sótti mig í vinnuna, óumbeðinn, 3ja daginn í röð, fór með mig í bíó og kaupti stærsta poppinn handa mér. Þess fyrir utan skellihlæ ég ennþá er ég hugsa um sjálfa mig að hrynja út úr tvistinum. 

Ætla að spara mér hinn brandara dagsins sem átti sér stað þegar kötturinn datt ofan í baðkarið hjá mér fyrr í kvöld. 

Engin ummæli: