Nú bíð ég spennt eftir því að fjölmiðlar, af einhverskonar óþreytandi þrá, dragi hinn síþreytandi Hannes Hólmsteinn fram í kastljósið landanum til sí-endurtekinnar skemm-tun-ar. Þá ætla ég að gleðjast sérstaklega yfir því að eiga ekki sjónvarp.
miðvikudagur, 25. febrúar 2009
húmbúkk
Vann til 19:00 í gær í jakkafataráðuneytinu. Missti af strætó. Hringdi í sæta kærastann minn sem bjargaði mér frá því að sitja í kltíma á strætóbekk. Inni í bíl myndarlega mannsins ómaði talandi fallandi einræðisherra. Ég reyni á hverjum degi að hugsa sem minnst um þá staðreynd að kreppan beit mig óþægilega í báðar rasskinnarnar í formi uppsagnarbréfs á sl. ári. Uppsagnarbréf sem hefur það í för með sér að þrátt fyrir að hafa keypt íbúð á skynsamlegu verði, eigi ekki bíl og borgi ekki afnotagjöld, þá mun 40% launatap gera það að verkum að ég mun ekki halda íbúðinni minni með neinum góðum hætti. Þess fyrir utan að vera dottin aftur um ein 15 ár í tíma, vinnulega séð, og sjái mér ekki fært að halda söngnámi mínu áfram, en það var vissulega eitt af bruðlinu mínu í öllu neyslufylleríinu sem ég þarf nú að bera ábyrgð á.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli