Ekki til vetrardvalar heldur til skamms tíma, skamms tíma sem þegar líður allt of fljótt. Í stað þess að hengslast um á náttfötunum á höfuðborgarsvæðinu hengslast ég nú um á náttfötunum umvafin sveitasælu. Hengslast um húsið og mæni út um gluggana á fegurð víðáttunnar, græn tún, heyrúllur í hvítu og svörtu, víðáttumikið haf, drangar og eyjar, heimreið og póstkassi. Fögur fjallasýn og söguslóðir á aðra rönd.
Þrátt fyrir stöndugt fjós er ekki um neinar mjólkandi kýr að ræða. Gerðarlegur hrútur sem röltir hringinn um túnin daglangt, milli þess sem hann bítur grænt grasið og mænir á umhverfið af stóískri ró, tilheyrir bónda á næsta bæ. Dýrahaldið á þessum bæ er frúnni einungis til yndisauka og hjartakæti, lyftistöng sálar og heilsubætandi svo ekki sé minna sagt.
Veðrið hefur sýnt allar sínar bestu hliðar. Glampandi sól, lemjandi rigning, beljandi rok, þykk þoka og allt þar á milli. Ekkert af ofantöldu hefur þó haft teljandi áhrif á frúnna, ekki til það veðurfar þessa dagana sem getur aftrað henni frá því að hengslast um á náttfötum, spæna í sig bækur og leggja sig yfir daginn. Uppfull af stóískri ró eins og sumir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli