fimmtudagur, 12. mars 2020

Rækjur með fetaosti

Ef eitthvað er að marka Gestgjafann þá er matargerð Kýpurbúa grísk-tyrknesk og á stundum með líbönsku ívafi. Sjálf hef ég ekki komið til Kýpur, og enn síður kynnt mér matarmenningu þeirra, en Garides me fetta er víst ótvírætt grískur að uppruna. Yfirleitt borinn fram sem forréttur eða á smáréttahlaðborði. Léttur aðalréttur já en ég helmingaði nú samt uppskriftina. Ætlaði að kippa með mér baguettu úr Melabúðinni til að hafa með en gleymdi því svo. Á samt helminginn eftir af helmings matreiðslunni. 

Frúin er sumsé ekki bara með nefið ofan í skáldsögum, ég er líka lúsiðin við að blaða í gegnum uppskriftir. Áhuginn, og ánægjan, af matseld hefur ekki yfirgefið mig þrátt fyrir að vera aftur orðin ein í heimili. Þessa dagana er ég á kafi í Miðjarðarhafsblaði Gestgjafans frá árinu 2006. Það árið gerðist ég áskrifandi að Gestgjafanum í 1 ár. Á því ári bjó ég hjá foreldrum mínum eftir slit á 7 ára sambúð, tók heila meðgöngu í að finna mér íbúð sem urðu mín fyrstu íbúðarkaup, og sankaði að mér Gestgjafanum á meðan. Blöðin fóru með mér úr 111 í 105, frá hlíðum í tún, og eru nú í blússandi notkun í húsum í 112. 

Rétt eins og þá nýt ég þess að kveikja á kertum, nostra við matseldina, legg á borð fyrir sjálfa mig og nýt svo afrakstursins

Franskur jazz í bakgrunni. 








Þorri Hringsson mælti með þessu víni með matnum
Fyrsta glasið fór í sjálfan réttinn, tvö glös farin í mig. 

Legg ekki meira á ykkur kæru vinir enda þarf ég að huga að matseld helgarinnar.

Engin ummæli: