laugardagur, 21. mars 2020

Bara við tvö

Hráslagi gærdagsins og grámóða rigningu og roks níztu mig inn að beini, mér var kalt og ég var þreytt. Snjófegurð dagsins og kitlandi sólskin yljuðu mitt litla hjarta. Eftir lestur og kaffi og kisuknús og meiri lestur og ristað brauð dreif ég mig út í góðann göngutúr, kaldur á köflum já en mér var hlýtt af gleði. Er alveg bit á fólki sem finnst að kominn sé tími á vor og aðrir djarfari farnir að vonast eftir sumri, síðan hvenær hefur mars verið nokkuð annað en vetrarmánuður? Og hvað með páskahretið? Þigg birtuna af snjófegurð alla vetrarmánuðina umfram grámyglu rigningargrámans. Þið megið mótmæla mér af krafti en ég tek ekkert mark á ykkur.

Í sárabót er hér lag sem mér finnst alltaf gaman að heyra, vona að það dilli ykkur líka

Engin ummæli: