föstudagur, 3. janúar 2020

Fésbúkurinn

er vinur í raun. Um leið og hann komst á snoðir um skilnað okkar Péturs hefur hann otað að mér ýmsum leiðum til að forðast eiginmanninn, sem á þessu ári mun löglega verða minn fyrrverandi. Ekki bara hefur hann boðist til þess að fela framtíðarstatusa frá Pétri, hann býðst líka til þess að fela allar minningar sem hafa eitthvað með Pétur að gera. Málið er bara að síðustu 12 ár af lífi mínu var ég sjúklega ástfangin af Pétri og reiðubúin til að leggja allt mitt líf að hans. Ef ég kysi að fela minningar síðustu 12 ára til að forðast hann, þá ætti ég engar minningar. 

Þrátt fyrir skilnað, sem hvorki gerist af sjálfu sér né er með öllu sársaukalaus, þá á ég margar góðar og fallegar minningar með Pétri, minningar sem mig langar að muna þegar fram líða stundir. 

Þrautgóður á raunastund fésbúkur já, en nei takk. 

1 ummæli:

ella sagði...

Hmm, eins og fésið getur verið gagnlegt þá finn ég oft sterka löngun til að sparka í það.