laugardagur, 25. janúar 2020

Beðið eftir Godot

Ætlaði að halda áfram að ganga frá dóti í kvöld og elda mér núðlurétt. Systurdóttir mín bjargaði mér frá því með því að bjóða sér í heimsókn. Henni sagðist vera alveg sama þó ég væri komin í náttfötin, ég þyrfti ekkert að klæða mig upp fyrir hana. Engu að síður reif ég humar úr frysti og henti í kalt bað, á að sjálfsögðu líka kælda kampavínsflösku. 

Nú sit ég hér í eldhúskróknum í nýju íbúðinni minni á rauðum náttfötum, búin að hrista í einn kokteil og tendra á kertum. Systurdóttir mín er yfirleitt ekki að gera mikil plön fram í tímann og er annálaður næturgöltrari, það er því best að bíða með að bræða hvítlaukssmjörið þar til hún er komin.

En þegar hún kemur, þá verður gaman. Getið sveiað ykkur upp á það og legg því ekki meira á ykkur að sinni.

Engin ummæli: