föstudagur, 26. apríl 2019

Ein stutt, tvær langar.

Meiri vikan. Frí, vinna, vinna, frí, vinna, helgarfrí. Ekki að ég sé neitt að kvarta, ekki einu sinni þó ég heyri rigningadropana slettast niður af himnum. 

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. 

Í vinnunni í dag ákvað ég að koma við í blómabúðinni hérna í næstu götu á leiðinni heim. Er að muna það núna að ég gleymdi því. Næsta víst að ég muni njóta uppáhellingar eiginmannsins í fyrramálið þrátt fyrir blómlausa vasa.

Á föstudagseftirmiðdögum hefur heil helgi uppá svo margt að bjóða, hvað svo sem úr verður.

Engin ummæli: