miðvikudagur, 24. apríl 2019

Ég er í klípu,

tilvistarklípu. Hausinn og hjartað tala ekki alltaf sama tungumálið. Þegar hjartað talar t.d. frönsku og hausinn finnsku er ekkert skrýtið að þau nái ekki sambandi við hvort annað. Eftir stend ég og veit hreint ekki í hvorn fótinn ég á að stíga. Suma daga veit ég varla hvort ég er að koma eða fara, fara eða koma. Eina sem ég veit fyrir víst er að ég ein stjórna mínu lífi. Sú staðreynd hjálpar mér ekki neitt.

Páskarnir voru meinhægir hjá frúnni sem sökkti sér ofan í lestur og mjúka kettlingafeldi. Óttaðist það helst að náttfötin mín væru orðin samgróin mér en komst blessunarlega í aðra leppa þegar löngu páskafríi lauk á undraverðum hraða og hversdagslífið tók við keflinu. Í heila 2 daga. 

Þetta tvennt gleður frúnna í kvöld: tíst fugla sem smeygir sér í hlustirnar og frí morgundagsins. Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: