mánudagur, 14. september 2015

Svelgdist á kaffinu í morgun.

Kvefið? Nehei! Snöggbrá og svelgdist á kaffinu þegar ég heyrði auglýsta jólatónleika í útvarpinu. Sko, JÓLAtónleika. Náði ekki að telja hversu oft þulurinn sagði jól þar sem ég barðist við að hósta kaffisopanum niður, náði rétt svo niðurlaginu í auglýsingunni sem var eitthvað á þessa leið; jólin eru komin. Jahá, það er nefninlega svoleiðis og ekki seinna vænna fyrir konu að fá þessar upplýsingar, ég hringdi að sjálfsögðu lóðbeint í karlinn og sagði honum að hundskast niður í kjallara og sækja allt jólaskrautið. Hver þarf svosem á fallegu hausti að halda þegar hressasti tími ársins er genginn í garð. Nú skal hátíð haldin í bæ


Engin ummæli: