fimmtudagur, 10. september 2015

Haustið er ekki á leiðinni kæru landar

það er þegar komið með fallandi laufum


fallegri birtu


og skemmtilegum skuggum


Eftir dásemdar haustheimgöngu dembdi ég svörtu kínóa í pott


mýkti salvíu og lárviðarlauf í smjöri


hveitipúðraði bleika bleikju


og steikti roð í stökkt


Kínóa undir rós


var dálaglegt í félagsskap við bleikjuna


og Heilög Klara fullkomnaði þrenninguna


Prýðis uppskrift að fallegu haustkvöldi.

Engin ummæli: