sunnudagur, 2. desember 2012

Heimsálfa á milli

Meðan veturinn lék sér að landanum með lemjandi roki og beljandi snjó spókuðum við myndarlegi okkur á stuttbuxum í sól og hita í Hong Kong. Ástralía tók vinalega á móti okkur með veðri eins og það gerist best á íslensku sumri. Í Singapore bugaði raki og hiti okkur svo mjög að við hugsuðum hlýlega til þess að koma heim til kalda Íslands.

Hvað gera svo tvö flón sem hafa ekki enn náð að jafna tímamismun Asíu og Norðurhvels og vakna kl. sex á sunnudagsmorgni? Jú, auðvitað baka þau smákökur 

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dettur ekki til hugar að baka smákökur þó ég eigi eftir að jafna út tímamun....enda hef ég smáfólk til að halda mér upptekinni ;O) xxx stóra siss

Íris sagði...

Ekki svo galið :) Gangi ykkur vel að jafna út tímamismuninn. Það er búið að vera gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar í öðrum heimsálfum.

Lífið í Árborg sagði...

Þið eruð frumlegasta fólk sem ég þekki og sannarlega ekki bundin á klafa vanans. Svona á að lifa lífinu.

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim, og bakið bara að vild. Munið að klukkutímamunur kallar á sólarhring. Hvílist og njótið. Það verður gaman að fá smá ferðasögu með kærri frá okkur Bróa.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þú segir nokkuð Gulla, við erum þá á níunda degi núna, ætti að fara að jafna sig þessi tímamismunur þá. Vonandi.