fimmtudagur, 6. desember 2012

Tímamisminni

"Ertu vöknuð?" hvíslaði sá myndarlegi út í svefnherbergisloftið. "Já" hvíslaði ég á móti.
Lágum þétt upp við hvort annað og töluðum um drauma, tímamismun, ferðina okkar, jólin, tilfinningar, hamingjuna og allt og allt, margt og lítið, mikið og smátt alveg þar til vekjaraklukkan hringdi. Snúsuðum í þrígang þrátt fyrir að vera löngu vöknuð. 

Svona getur nú verið skemmtilegt að jafna sig á tímamismun.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Staðreynd: Sólarhringur á hvern klukkutíma mismun. Enn og aftur elskurnar fyrir mig með kærri frá okkur Bróa.

Frú Sigurbjörg sagði...

Pakkinn sumsé kominn í hús?

Ragna sagði...

Alveg dásamlegt með þeim sem manni þykir vænt um.
Mikið er ég búin að hafa gaman af að skoða myndirnar og fylgjast með ykkur á þessi ævintýralega ferðalagi. Þakka þér fyrir hvað þú varst dugleg að leyfa okkur að fylgjast með.
Kær kveðja

Íris sagði...

Þú ert góður penni frú Sigurbjörg. Og ef þetta er ekki lýsing á hamingju þá veit ég ekki hvað er það ;)