þriðjudagur, 23. október 2012

Sífellt sólskin á Mó-holti

Sumarið 1913 hugðist Þórbergur Þórðarson afla sér tekna með málningarvinnu utanhúss í Reykjavík. En sumarið var rigningarsamt og ekki vildi viðra til húsamálunar. Þórbergur gáði á hverjum degi til veðurs. Þótt hann sæi alltaf fallegt sólskin á einhverjum tindinum austan við Esjuna lét uppstyttan standa á sér. Einn daginn skrapp hann upp fyrir Skólavörðu til að horfa á tindana. "Mér fannst öll framtíð mín, allt líf mitt, hanga á þessum sólroðnu tindum. Ég nam staðar á klöppunum suðaustan við Vörðuna og góndi lengi í norðaustur. Þá uppgvöta ég, að það er engin heiðríkja yfir tindunum, þó að sólskinið sé á þeim. A-a? Hvernig í ósköpunum getur staðið á þessu? Eru helvítin sjálflýsandi eins og maurildi? Þessari uppgvötun fylgdi önnur enn þá hræðilegri. Það var ekkert sólskin á tindunum. Það var bara grjótið í þeim, sem var svona á litinn." (Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn, Reykjavík 1941). Þannig hafa Móskarðahnúkarnir blekkt margan maninn.


(Ari Trausti Guðmundsson, Pétur Þorleifsson: Íslensk Fjöll - gönguleiðir á 151 tind, Reykjavík 2010).

2 ummæli:

Ragna sagði...

Það er svo gaman að lesa Þórberg.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég þyrfti að endurnýja kynnin við Þórberg, las svo mikið eftir hann fyrir tvítugt. Hann er frábær.