þriðjudagur, 4. desember 2012

Ástfangin af mat, lakkrís og myndarlegum manni

Skar niður beikon og sveppi og steikti á pönnu meðan sá myndarlegi útbjó hvítlauksolíu fyrir konuna sína. Mallaði saman rjóma og gráðaost  og lagði á borð. Sauð ostafyllt tortelini og dansaði við þann myndarlega í takt við kínverska djassinn sem við keyptum í Hong Kong. Bætti niðurskornum perum og salthnetum út í réttinn rétt í lokinn og kveikti á kertum. Pipraði og kyssti svo karlinn beint á munninn


Torguðum ekki nema ríflega helmingnum af þessari saðsömu dásemd. Arkaði svo með belginn fullan niður í bæ að kaupa lakkrís af tónskáldi. Nýbúin að kaupa lakkrís af gamalli skólasystur sem er reyndar ekkert svo gömul.

Svona þykir mér gott að lifa.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hólí smók....það er örugglega geggjað að PIPRA og svo kissa karl á munninn :) hahahahaha

Þú ert YNDISLEG elsku vinkona!
Luv´ya <3
og knús til allra ;)

Knús og kossar
ykkar Mía :)

Nafnlaus sagði...

Mikið robbosslega er ég glöð og kát! Elsku þið takk fyrir hugulsemina og kyssist bara sem oftast yfir öllu með hjartans kveðju frá okkur Bróa.

Hildigunnur sagði...

Lífið er gott!

G. Pétur sagði...

Lífið er gott og verður ekki verra af að maula lakkrís í þágu góðs málefnis :-)