miðvikudagur, 28. desember 2011

Þetta er yndislegt líf

Eftir dásemdir jólanna var vel við hæfi að borða tartalettur fylltar með hangikjöti, kartöflum, grænum baunum og uppstúf í kvöld. Toppaðar með osti og hitaðar í ofni af rétt rúmlega fimmtugum karlmanni sem aldrei áður hefur útbúið tartalettur.

Ætlaði að blogga um allar þessar dásemdir jólanna sem fyllt hafa líf mitt, en ligg þess í stað eins og lufsa á sófanum og hef ekki eyrun af Páli Óskari í sjónvarpinu. Hef dillað mér með flestum, ef ekki öllum stuðlögunum, og fallegu, rólegu lögin eiga greiða leið að ástföngnu hjarta mínu. Rétt eins og bros kærólufsunnar og mal kattarlufsunnar sem fylla sófann með mér.

Jahá, ég trúi svo sannarlega á ástina. Maður lufsast sko ekkert með hverjum sem er.

4 ummæli:

Íris sagði...

Það er sko 100% rétt að maður lufsast sko ekki með hverjum sem er :)

Lífið í Árborg sagði...

Þetta var lufsulega góð færsla hjá þér Katla, svona eiga jólin að vera. Hér vantar bara kött til að fullkomna lufsuverkið.

Ragna sagði...

Þú tekur þetta alveg réttum tökum Katla mín. Ég verð að játa að ég "fílaði" hann Pál Óskar líka alveg í tætlur og hífði mig upp úr Lazyboy stólnum og dillaði mér með. Kær kveðja til ykkar myndarlega. Já það er gott að hafa góðan til að lufsast með.
Kær kveðja.

Frú Sigurbjörg sagði...

Nkvl Íris!

Ég trúi því þið Palli hljótið að sakna Stellu og kattana ykkar, sárt að þurfa að skilja þau eftir.

Ragna, ef ég hefði ekki verið svona mikil lufsa á sófanum þá hefði ég örugglega staðið upp og dansað með : D