mánudagur, 5. september 2011

Lata pulsa

Þessi einfaldi letiréttur fyrir tvær latar lúður kom verulega á óvartKartöflur skornar niður og soðnar í saltvatni í um 10 mínútur.
Þunnt skorinn laukur steiktur í smjöri stutta stund, rétt til að mýkja og glæra.
3/4 dl af hvítvínsediki hellt út á laukinn ásamt 1 dl af vatni og látið sjóða stutta stund.
1 tsk af sykri sett saman við ásamt kartöflunum.
Saltað og piprað og steikt í gegn, þó án þess að brúna laukinn mikið.
Pylsur steiktar skv leiðbeiningum á pakka.

Hefur annars e-r lesið leiðbeiningar á pylsupakka? Ekki ég.

Gestgjafinn - 8.tbl.2007

2 ummæli:

Íris sagði...

Mér finnst þetta mjög svo girnilegur letimatur :)

p.s
Ég hef aldrei lesið leiðbeiningar á pylsupakka. Eru einhverjar???

Frú Sigurbjörg sagði...

Af einskærri forvitni þá veiddi ég umbúðirnar upp úr ruslinu og fyrir utan innihalds- og næringagildislýsingu stendur: Soðin vara. Hitið, steikið eða grillið.