miðvikudagur, 22. júní 2011

Flat-ey

Fór með þann myndarlega í óvissuferð til Flatey til að fagna því að hann væri kominn á sextugsaldurinn. Hokinn af hugsanlegri 9 tíma bið í Flatey, roki og trúleysi studdi sá gamli sig við skriftir í kirkju staðarins


Eftir dágóðann hádegisverð og innskráningu á fallegt og hlýlegt hótel eyjunnar var fimmtugi unglingurinn sprækur sem lækur


og kampakátur sem kóngur í hásæti


enda missir maður ekkert húmorinn við það að rétt silast yfir hálfa öld


og ekki á hverjum afmælisdegi sem maður fær súkkulaðitertusneið með kakófugli


Flatey er líka flott og fín


og rokið skiptir engu máli þegar ástin heldur manni hlýju



7 ummæli:

Bogga stóra siss sagði...

...svo er þetta líka svo fín úlpa sem þú ert í Katla mín :O)

Frú Sigurbjörg sagði...

Úlpan er stórfín og veitir gott skjól utan um ástfanginn kropp : ) Enda verður mér ávalt hugsað til þíns þegar ég fer í hana : D

Bogga stóra siss sagði...

þú ættir bara að vita hvað ég er búin að faðma þessa úlpu oft :O) þó aðallega það sem hún hafði að geyma :O) þannig að hún er vel ´ástföngnuð´(nýyrðið hennar Birnu Mjallar þessa dagana) þessi úlpa og ég efa ekki að svo er enn :O)

Lífið í Árborg sagði...

Innilegar hamingjuóskir með myndarlega manninn, Flatey og úlpuna góðu. Það er bara dásamlegt að vera ástfanginn, haldið í ástina lengi enn, eins og frændi minn sem hélt uppá 70 ára brúðkaupsafmælið um daginn.
Þórunn.

Frú Sigurbjörg sagði...

Bogga; : *

Þórunn; heyrði um frænda þinn um daginn og finnst aðdáunarvert að eiga 70 hamingjusöm ár að baki í hjónabandi. Ég ætla sannarlega að halda í ástina og njóta. Takk fyrir kveðjuna mín kæra : )

Íris sagði...

til hamingju með þann gamla ;)

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Íris : )