þriðjudagur, 28. júní 2011

Vetur safnar liði

Ákvað að bíða ekki heldur bjóða þrátt fyrir að sá myndarlegi væri ekki erlendis. Hann sat við hliðina á mér meðan ég bauð í hans nafni. Jesúsaði sig og hótaði að tala við Símann og láta loka fyrir aðgang að uppboðssíðunni. En ég sá glampann í augunum á honum. Uppboðsglampann. Má vera að hann sé ekki alveg jafn kræfur, en ég hef enn aðgang að síðunni.

Sá myndarlegi segir að ég fái allt sem ég vil. En það er ekki þannig sem það var. Í þetta sinn fór ég og skoðaði verkið áður en ég hófst handa við að bjóða. Um leið og ég sá það ákvað ég að ég ætlaði að kaupa hana. Og það er þannig sem það er. Ég stend við ákvarðanir mínar.

Ég var líka búin að ákveða staðinn fyrir hana


Svo nú þegar sá myndarlegi hefur loks losað sig við fingurbjargarsafnið er ég farin að safna. Veturliða. Safnið mitt tekur meira pláss en það er líka meira fyrir augað. Og það er fljótlegra að dusta rykið af safninu mínu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha :)
Óþekka stelpa...

Kveðja
Mía :)

Bogga stóra siss sagði...

hvaða fingurBJARGAR-fóbía er þetta viltu bara að hann sé með SigurBJARGAR-safn og hafi bara eitt eintak á því safni hehehe ég treysti því að næst þegar ég kem í heimsókn fái ég að skoða fingurbjargirnar !!!

G. Pétur sagði...

Sigur-björgu vantar nú frekar kulda-bjargir frá þér Bogga stóra siss í dag. Postulíns-fingur-bjargir bjarga litlu á Hornströndum þessa dagana.

Nafnlaus sagði...

Svipurinn þinn er yndislega óþekkur... Veturliði bestastur! Kærust í kotið frá Gullu og bestimann.

Frú Sigurbjörg sagði...

Það er klárt mál að Sigur-bjargirnar verða ekki fleiri en ein á okkar heimili Elinborg. Takk fyrir kulda-bjargirnar, mun ekki veita af þeim alla næstu viku.

Gulla og bestimann; e-n tíma þegar þið komið því við þá eruð þið velkomin að skoða safnið og þiggja trakteringar með, með kærri kveðju yfir.

Mía; : *