föstudagur, 15. apríl 2011

Ég er þreytt í fótunum.

Finn þreytuverki seytla frá tábergi í iljar upp í kálfa í hné upp í læri í mjöðm. Stingur í baki af og til. Hugsanlegt að sm-ellin sé farin að segja til sín, enda búin að finna gráa hárið aftur. Ekki ólíklegt heldur að ég vinni of mikið. Meira en fæturnir blessaðir eru reiðubúnir að taka við.

Ég er líka þreytt í sálinni. Geri mitt besta til að standa keik mót rógburði sem beinist að mér. Sjálfið er þó óneitanlega dulítið beyglað. Getur tekið á að vera mannlegur.

Hausinn er fullur af hugsunum, pælingum, spekúlasjónum, hugmyndum, vonum, vilja, efa og ótta. Ég sofna hugsandi, dreymi um hugsanirnar og vakna hugsandi. Með þreytta fætur.

14 ummæli:

G. Pétur sagði...

Tánudd er í boði :-)

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég kem! Ég kem!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég trúi bara ekki að einhver beri út rógburð um þig...þú sem ert svo ljúf og góð! Taktu við tásunuddi og njóttu:)

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk elsku Svaní en ég er því miður að komast að og heyra meira og meira um hluti sem hafa verið bornir út um mig, af manneskju sem bara hlýtur að vera veik. Þetta er leiðinlegt meðan á því stendur og gott að fá pepp frá litlu bláu húsi í Ameríku; takk!

Nafnlaus sagði...

mín reynsla er sú að rógburður bítur oftast í skottið á sjálfu sér fyrir rest......á meðan getur þú ekkert annað en sett upp varnarvegg gegn þessu og senda rógbera ljós og hlýju því það er ekki það sem hann vill :O) aftur á móti veit ég það sem sannara er og það vill svo til að þar sem ég hitti fullt af fólki þá hef ég fengið tækifæri á að senda rógburði til föðurhúsanna :O) tral la la la lei... kossar og knús frá stóru siss

Lífið í Árborg sagði...

Þetta með rógburðinn er virkilega leiðinlegt að heyra, en ég er viss um að þú átt stuðningsfólk út um all og að fá svo tánudd er bara dásamlegt.
Það er rétt hjá þér að Klói minn er mjög líkur degi þínum bæði í útliti og upplagi, þeir eru báðir svo miklar kelirófur og þeir bera ekki út óhróður um neinn. Vonandi hristir þú þetta af þér fljótlega en ég skil hvernig þér líður. Kveðjur og knús úr Kisu-koti.

Frú Sigurbjörg sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Frú Sigurbjörg sagði...

Rógberinn hefur þegar neyðst til að bíta í skottið á sér, en mikið ofsalega er maður varnarlaus þegar illa er talað og logið um mann, sér í lagi þar sem passað er upp á að maður sé hvergi nálægur og geti því ekki svarað fyrir sig. Kærar þakkir fyrir knús og kveðjur elsku systir og kæra vinkona; og nei, kelirófurnar okkar bera ekki út óhróður um neinn mann : )

Íris sagði...

Leiðinlegt að heyra, vona að þetta fari nú að lagast. Aðalatriðið er að maður veit hvað er satt og logið sjálfur og á að bera höfuðið hátt, betra að segja en gera veit það. Það eru svo margir sem þurfa að fá útrás með því að tala illa um aðra, ég kýs að trúa því að þetta fólk hljóti bara að lifa mjög innihaldslitlu lífi. Vona að dagarnir verði bjartari og takk fyrir hlý orð til mín, smá orkuskot hefur ratað til mín vona að þú fáir slíkt hið sama.

Frú Sigurbjörg sagði...

Kærar þakkir Íris, ég gleðst yfir hlýum orðum. Njóttu orkuskotsins og samverunnar við ástina : )

Nafnlaus sagði...

Rógburður er mein, og það ljótt.Gróa á Leiti hefur aldrei talist til betri pappíra með kærri í bæinn. Guðlaug Hestnes

Ragnas sagði...

Ég skil þig vel Katla mín því ég lenti í þessu fyrir nokkrum árum á blogginu mínu.
Það tekur tíma að losna við hugsunina um þetta, því sjálfið verður svo brothætt eftir svona árás.
Njóttu samvistanna við þá sem þú elskar og elska þig og reyndu eftir mætti að útiloka þá sem ekki eiga skilið að beina hugsun sinni að.
Gangi þér vel. Kær kveðja,

ella sagði...

Sálarþreyta er leiðinlegri en fótaþreyta finnst mér. Góða ferð burt frá þeim báðum.

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk mikið og vel góðu konur; Guðlaug, Ragna og Ella : )