föstudagur, 22. apríl 2011

Lukku Stjarna

Píslargöngu dagsins er lokið, búin að taka til og þrífa ísskápinn. Létt verk, dillandi skanka í takt með heilagri Madonnu. Trúleysinginn lét það eftir sér að syngja hátt með á hinum langa degi. Syndaaflausnin lætur ekki bíða eftir sér, eftir tiltekt var þeim myndarlega stillt upp við vegg; annaðhvort kemur hann útruninni mjólkinni í góð not sem Túnmeðlimir geta allir notið, eða hann drekkur hana alla í einum teyg úr löngu, mjóu glasi. Brátt mun indæll pönnukökuilmur fylla vitin.

Lífið er sérdeilis ljúft þegar búðum er lokað.

Engin ummæli: