Habði mig á fætur til að borða morgunmat með jakkafataklæddum myndarlega manninum. Fór í rauðu hælana eins og alltaf fyrir morgunmat, en uppgvötaði í lyftunni ég hafði gleymt að greiða mér. Ég lét það ekki slá mig út af laginu og gúffaði í mig petite - croissants og vondu kaffi.
Er annars að hafa það ofsalega gott í Riga sem er "lítil" borg* og vinaleg. Búin að vígja rauðu Zöruskónna mína á opnunarkvöldi ráðstefnunar. Er í stuttbuxum dag hvern í brakandi sólinni. Búin að þræða allar litlu hliðargöturnar, dást að art nouveouinu, borða hefðbundinn Lattneskann mat, skrifa nokkur póstkort, fara í siglingu og á safn. Reyni að gleyma vaðandi trantinum á Hannesi Hólmsteini.
Fleiri söfn eftir. Best að kyssa vinnandi kærastann jakkafataklæddann með bindi, í NVF-bás í ráðstefnuhöllinni, áður en ég tek strikið yfir brúnna.
*auðvelt að rata
Engin ummæli:
Skrifa ummæli