laugardagur, 27. júní 2009

So beautiful, but oh so boring

Fórum og viðruðum okkur fyrir kvöldmat. Löbbuðum meðfram ströndinni eins og myndarlegi maðurinn segir. Meðfram sjónum eins og ég segi. Ég var að prufukeyra gönguskóna hennar systur minnar. Heppin ég á eina góða Boggu að sem notar svona líka svipaðar stærðir og ég. Myndarlegi maðurinn prufukeyrði nýju flíspeysuna sína. Fer honum afskaplega vel. Varð nánast rauðhærður aftur í henni. Veðrið var yndislegt og nýja flíspeysan fór honum líka afskaplega vel hangandi yfir annari öxlinni.

Spínatkjúklingakarrí mallar með Einfaldlega Rauðum. Kreppan er bærilegri í góðum félagsskap.

Engin ummæli: