sunnudagur, 7. júní 2009

Foj!

Fórum að viðra okkur í úðanum í dag. Ætluðum einhverja allt aðra leið en venjulega, en enduðum á Súfistanum sem er ekki lengur Súfistinn. Valdi mér að ég hélt dýrasta blaðið í búllunni, rúmar 4.700,- kr. ljósmyndablað. Með því splæsti myndarlegi maðurinn á mig Sviss Mocca með hvítu súkkulaði. Ég var marskarafrjáls og myndarlegi maðurinn í kattaháraflíspeysu. Ég saup verulega varlega á hvíta súkkulaðinu til að engin hætta yrði á ég sullaði neinu á rándýrt blaðið sem ég tók mér að láni með moccanu. Saup hinsvegar hveljur á útleið er ég uppgvötaði tískublöð sem bera nafnið Details. Eins og nafnið gefur til kynna einblína þau á díteila í tískunni. Þið vitið, stækkuð mynd af vasanum á kápunni sem fyrirsætan á rönvei-inu er í, eða eyrnalokkurinn í eyranu, nælunni í barminum eða líningunni á hanskanum. Alger nauðsyn hverrar konu fyrir aðeins Kr. 7. - 9.000,- tölublaðið.

Sóaði annars 114 mínútum í nótt við Basic Instinct 2 gláp. Ég hafði svo sem ekki gert mér vonir um annað en hún væri slæm. En hún var ekkert slæm. Hún var arfa vond.

Engin ummæli: