mánudagur, 22. júní 2009

Bæjarins bestu -

Fyrsta helgin með búðina að baki. Ekki erfitt að setja sig í gamlar stellingar. Helgin því nánast tíðindalaus, fyrir utan reyndar að 18 ára stelputetur sagði mér; hún bara þolir ekki þessa helvítis Vinstri græna, eina sem þeir vilja er að allir séu bara jafnir. Mig langaði að slá hana og hrista hana svo, en spurði þess í stað hvort framtíðaráform hennar væru að vera æðri okkur hinum. Fékk lítil svör og efast um hún hafi dottið ofan á þessar pólitísku skoðanir á eigin spýtur. Vona þó sannarlega hún muni í framtíðinni hugsa fyrir sig sjálf og komast raunverulega að því hvað jafnrétti er og þýðir. Að öðrum kosti má hún ílengjast í láglauna búðarstarfi fyrir mér.

Myndarlegi maðurinn bauð mér út að borða á laugard.kvöldið. Biðin var heldur löng eftir matnum en vel þess virði; ég þreytist aldrei á að glápa á þennann myndarlega mann sem nennir að vera kærastinn minn í ofanálag. Maturinn var líka góður.
Ég bætti svo um betur og bauð myndarlega manninum líka út að borða í gærkveldi.

Engin ummæli: