Það sem af er sumarfríi er ég ekki búin að gera rassgat. Ég get vel viðurkennt að mér finnst eins og ég eigi að vera að gera eitthvað voða sumarfríslegt eitthvað en ég er jafn fljót að minna sjálfa mig á að ég má hafa mitt frí eins og mér einni langar til að hafa það. Og hana nú. Að frátöldum þrifum gærdagsins er ég því búin að hamast við að sofa út, dunda mér við lestur og dóla mér við matseld.
Það er gott að gera ekki neitt í sumarfríi, mæli með því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli