sunnudagur, 14. október 2018

Sól og svört ský

Sól glampar á Meðalfellsvatn, ferskur vindur ýfir lauflausar trjágreinar og mild rigning stígur laufléttan dans í takt. Sinfónía trjávinds og vatnsgutls endurkastast í sólskininu. 

Í gær eldaði ég ferskt rauðkál í fyrsta skipti á minni tæplega miðaldra ævi. Ykkur finnst það kannski ekkert merkilegt en mér fannst það skemmtilegt. Heiti potturinn á veröndinni virkar ekki og því hafa pottferðir ekki verið neinar þessa helgina, það finnst mér ekki skemmtilegt, ekki síst með tilliti til þess að haustveðrið hefur leikið við okkur.

Við sem förum aldrei í Eyjakrók án þess að það sé veður. C'est la vie.

Engin ummæli: