sunnudagur, 16. mars 2014

Sam-suða

Eftir samstöðufund á Austurvelli í gær dembdi ég mér peningalaus inn í Kolaportið. Kom heim með átta plötur. Með stynjandi diskódrottningu dembdi ég mér í örlitla tiltektÞó Donna vinkona mín hafi stunið heila A-hlið þýddi lítið fyrir mig að stynja, tiltekt tekur sig sjaldnast til sjálf og ég hlakkaði til næsta verkefnisgrátlaus laukskurður, gulróta- og sellerískurður ásamt hæfilegu magni af hvítlauk og ókjarnhreinsuðu chillí, niðurskurður sem vit er í


teygaði dásemdar angann sem brýst fram þegar kóríanderfræ eru mulin


henti kanilstöng út í dásemdina og því næst hellti ég slatta af rauðvíni yfir sem mér þykir næstum því jafn skemmtilegt og að hella rauðvíni í sjálfa mig


Með mexíkóskri matargerð, fengin frá íslending í Svíþjóð, leitaði ég til Grænhöfðaeyja til að fá seiðandi sveiflu í matinn og dillandi takt í mjaðmir


Borið fram með haug af sýrðum rjóma í sætri skál sem ég fór með heim um daginn úr Húsi Fiðrildanna 


Ekki síður nauðsynlegt að hafa aukaskammt af nachos nærtækt, borið fram í sósuskálinni úr dásemdarstellinu okkar sem við höfðum með okkur heim þarna um árið úr Húsi Fiðrildanna


Skv læknisráði teyguðum við svo rósavín frá Faustino vini okkar sem brást okkur ekki frekar en fyrri daginn, þið megið giska á hvar við fengum glösin...


Þann myndarlega fann ég á ónefndri ölstofu úti í bæ fyrir einum sex árum síðan, að drösla þeirri elsku inn í líf mitt eru margfalt betri kaup en matarstell og rósavín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær uppskrift. Uppáhald á mínu heimili.
Kv. Harald