miðvikudagur, 19. mars 2014

Nakinn sannleikurinn

Skaust niður á neðri hæðina eftir sturtuna í morgun eftir hreinum nærbuxum sem ég vissi af í þvottabala inni í herbergi. Herbergi með glugga sem snýr út að götunni og innkeyrslunni að húsinu okkar. Glugga sem mér varð litið út um er ég stóð þarna í morgunsárið. Á öskukarlinn sem stóð og starði opinmynntur á kviknakta kerlinguna með hreinar nærbuxur í höndunum. Þannig var það og lítið við því að gera svo ég brosti bara til aumingja stráksins sem tók leiðina að tunnunum niðurlútur í nokkrum stökkum. 
Þar hafið þið það.

2 ummæli:

Íris sagði...

Hann heppinn svona í morgunsárið ;) Ekki allir sem upplifa nakinn sannleikan svona snemma dags ;)

Guðlaug sagði...

Jawell sagði kerlingin! Hún var að austan eins og við Brói.