miðvikudagur, 17. apríl 2013

Talandi um rósir

þá kem ég eins og útsprungin rós undan helgi


þrátt fyrir skítakulda í bústað var ég heit að innan af eldamennsku, lestri, pottferðum og bréfaskriftum. Hlýnaði inn að beini við að fylgjast með einbeitta manninum mínum og þiggja tánudd í lærdómspásunum hans


Þegar við keyptum rósirnar í sumar sem leið var okkur sagt að líklega myndu þær ekki blómstra fyrr en sumarið á eftir. Við nostruðum engu að síður við þær blessaðar og dedúuðumst í garðinum sem aldrei fyrr


Rósirnar létu eins og þær hefðu ekki gert annað en að standa í garðinum okkar og glöddu augu og hjörtu, prýddu beð og vasa, garði og heimili til sóma


Agnúast ekki út í snjóinn en hlakka til sumars. Hlakka til að draga vatnsslönguna um garðinn, teyga sólina af veröndinni og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, því


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu. Mínar eru farnar að monta sig smá með kveðju frá okkur Bróa