föstudagur, 12. apríl 2013

Rósir og curry paste

Sá myndarlegi fylgist grannt með hitamælinum þessa dagana. Hann las um umhirðu rósa á netinu í vikunni og dreif okkur í kjölfarið út í garð að fylgja þeim eftir. Þessum böggli fylgdi þó það skammrifi að engin megi hættan vera á næturfrosti. Nú bítur sá myndarlegi sig í herðablöðin og bolsótast út í að nú hljóti bara að koma næturfrost fyrst hann æddi af stað. Maðurinn minn á það nefnilega til að vera fljótfær. Þegar hann er búinn að setja undir sig hausinn og brunar í verkið er oft ekki tauti við hann komið, eins og um daginn þegar hann sturtaði óhemju magni af curry paste út í matinn, þá þýddi ekkert fyrir mig að benda honum á að þetta væri paste en ekki sósa, hann var búinn að lesa á krukkuna og var kominn í verkið. Eldhúsverkið.

Ég stóðst ekki mátið að segja Melunum sem ég vinn með frá 2 krukku paste atviki þess myndarlega og skríkti af kátínu þegar hlægjandi bræðurnir báðu mig um að afhenda honum gjöf



Næst þegar sá myndarlegi ætlar að tvöfalda uppskrift og setja 2 krukkur af curry paste í matinn í stað hálfrar krukku ætla ég að benda honum pent á að setja upp réttu gleraugun


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hann er samt fallegastur... hálf krukka eða heil..so what? með kveðju frá okkur Bróa.