sunnudagur, 21. október 2012

Hó-Holt og Mó-holt

 Færði þeim myndarlega Holtið í rúmið


og dreif hann svo framúr á hærra holt. Bjuggum okkur undir að mæta frískandi októberkulinu en vorum fljót að týna af okkur plöggin. Veðrið lék við hvern sinn fingur og kætti glaða lund   


Það var ekki fyrr en við nálguðumst toppinn sem við tókum eftir litlu snjókornunum sem flögruðu allt í kring, og ekki fyrr en við settumst niður til að drekka kaffið okkar á toppnum, sem við byrjuðum að dúða okkur 


Týndum aftur af okkur á leiðinni niður. Hvílík veðurmildi í október á fjöllum. Hvílík litbrigði, fjölbreytni, fegurð og kyrrð. Hvílíkur félagsskapur, hamingja og ást. Helber himnasæla 


4 ummæli:

Íris sagði...

Yndislegt

Lífið í Árborg sagði...

Það er aldeilis kraftur í ykkur, hvert fóruð þið eiginlega?

Nafnlaus sagði...

Það er þó satt og rétt landið er fagurt, og þið dugleg með kærri frá okkur bestimann.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þórunn, við gengum á Móskarðahnúka sem margir vilja kalla Móskarðshnjúka. Yndislega skemmtileg ganga.