sunnudagur, 10. júní 2012

Lífið er grænt og það er kominn júní.

Höfum dundað okkur við garðdútl undanfarna blíðviðrisdaga. Dútlað við að skipta og færa gróinn runna með rætur niður til kölska. Dedúast við að grafa upp steinsteypuklumpa frá löngu liðinni tíð. Látum togstreitu vors og sumars ekkert á okkur fá og dundum okkur daglega við að vökva nýju rósirnar, nýju brómberjarunnana, nýja matjurtagarðinn og allt hitt gamla klabbið. Hlustum ekki á það þegar talað er um að það hausti snemma. Skítt með það þó rósirnar láti ekki sjái sig fyrr en næsta sumar og að brómber kosti hvítuna úr augunum og tvo handleggi til og að matjurtagarðurinn liggi á steyptum klumpum. Hvernig svo sem fer þá eru hlutir í lífinu sem vert er að treysta áeins og kartöfluuppskeruna. Og jájá, kallinn líka, mikil ósköp.

Engin ummæli: