miðvikudagur, 13. júní 2012

Fór í gala dinner í gær

ásamt 899 öðrum og uppgvötaði að mig sárvantar hvíta flík sem er klárlega það heitasta í dag, eins og t.d. hvíta kjólinn sem ég sá í Fréttablaðinu um helgina, þessi þarna efst til vinstriÁ hvítar nærur og haldara. Haldari að vísu orðinn örlítið grásprengdur af þvotti en ætti að geta sloppið. Kjólinn gæti ég svo strax notað aftur í næsta mánuði í bryllupi. Í ágúst gæti ég svo unnið í garðinum í þessari fínu flík þar sem ég þarf ekki að óttast grasgrænkuna og í september gæti ég svo prófað að hella yfir hann rauðvíni ef mér skyldi detta í hug að bjóða fólki heim í mat. En þá verður þessi drusla líka löngu dottin úr tísku og því orðinn óþarfi að fylgja ráðunum þarna í vinstra horninu eftir. Þá verð ég löngu búin að snúa mér að næsta lit sem ég þarf að eignast til að vera inni og heit.

1 ummæli:

Íris sagði...

Mer finnst að þu ættir að fjarfesta i svona flik, þo ekki væri nema til að nota við garðvinnuna :)