mánudagur, 7. nóvember 2011

Mann-rétt-indi

Ætlaði að baka köku um helgina. Las í staðinn 2 bækur og fór 2 í bíó.

Amnesty er með (Ó)sýnilega kvikmyndadaga þessa dagana. Eða réttara sagt þessi kvöldin. Kvikmyndir sem allir hafa gott af að sjá, þó ekki væri nema eina.

Sá myndarlegi stendur sína Amnestyvakt með sóma og er nokkuð lunkinn í að fá fólk til að taka þátt í herferð Amnesty. Herferð sem krefst þess eins að þú skrifir nafnið þitt. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé manneskjur staldra við, spjalla við þann myndarlega, kynna sér herferðina, en neita svo að skrifa nafnið sitt á eins og einn snepil. Snepil sem getur haft heilmikil og mikilvæg áhrif. Ef þú ert svo lánssöm/samur að eiga val á að hripa nafnið þitt niður, mannréttindum til handa, áður en þú svo lullar þér í sjoppuna að kaupa þér popp og kók, af hverju gerir þú það þá ekki? Mannréttindi eiga að vera sjálfsögð en ekki forréttindi.

Mannréttindi eru ekki bara fyrir okkur sem getum leyft okkur að baka köku um helgar, lesa bækur og fara í bíó. Mannréttindi eru fyrir ALLA.

1 ummæli:

Íris sagði...

Heyr, heyr!!!