sunnudagur, 29. maí 2011

Mál-tíð

Í gær borðuðum við kvöldmat í Þjóðmenningarhúsinu. Í morgun borðuðum við morgunmat á veröndinniHvílík dásemd að þurfa ekki lengur að vinna um helgar. Hvílík dásemd að eiga tvo daga í röð til eigin ráðstafana óháð vinnu, eftir hverja 5 vinnudaga samfleytt. Hvílík dásemd að geta legið í bælinu, lesið, drukkið morgunkaffið í rólegheitum og gefið sér góðan tíma í koddahjal með ástinni. Hvílík dásemd að eiga bleika náttsloppinn hennar mömmu sem einnig má nota sem morgunslopp. Hvílík enn meiri dásemd að hlakka til að mæta í vinnuna á morgun.

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Æi hvað er gott að lesa þennan bjarta pistil:) Hvar ertu að vinna núna?

Íris sagði...

Þér fer það ákaflega vel að drekka morgunkaffið á pallinum í bleikum slopp :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Svaní; ég er að vinna í Melabúðinni og líkar alveg rosalega vel, bara gaman og gott að mæta í vinnuna á hverjum morgni.

Takk Íris : )