föstudagur, 20. maí 2011

Gæti hreinlega fallið í yfirlið

er ég bít í danska snúðinn sem fæst í Sandholt, hann er svo dásamlega góður.

Croissantin þar eru líka dásamleg, svona eins og croissantin í útlöndum sem ég elska að úða í mig í morgunmat.

Í gær sagði ég upp í vinnunni minni. Í morgun fékk ég sms um að ég þyrfti ekki að mæta þar meir. Á mánudag byrja ég í nýrri vinnu.

Þar hafið þið það.

Þessi færsla er ekki styrkt af bakaríinu Sandholt

10 ummæli:

ella sagði...

Ekki lengi verið að því sem lítið er.

Lífið í Austurkoti sagði...

Hlutirnir ganga hratt og vel fyrir sig hjá þér. Gangi þér vel í nýju vinnunni.

Jóna Dóra sagði...

Gangi þér vel í nýju vinnunni :O)

Nafnlaus sagði...

Tek undir með ofanrituðum - og farin í Sandholt! (aw bögg, búið að loka! Á morgun...)

Kristín í París sagði...

Góðir bakarar eru gulli betri, segi ég og skrifa. Sem bý í bakaralandi en er afar óheppin með nágrannabakara.

Íris sagði...

Fékk vatn í munninn þegar ég las þessa færslu. Gangi þér vel í nýju vinnunni, alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Gangi þér vel og verði þér að góðu:)

Ragna sagði...

Mín ekkert að tvínóna við hlutina. Gangi þér vel í nýju vinnunni.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Tönnunum hann týndi, sykursnúði í! Gangi þér vel á nýjum vinnustað með kærri í bæinn. Guðlaug Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk allar saman fyrir góðar og skemmtilegar kveðjur! Ef þið eruð e-n allar staddar í Reykjavík á sama tíma, þá býð ég ykkur í kaffi og Sandholts danskan snúð! : )