sunnudagur, 20. febrúar 2011

Vaknaði við:

"Nú er tímabært að vakna! Klukkan er xx:xx!" í gærmorgun. Sá myndarlegi vaknaði hlægjandi, ég fálmaði hvekkt eftir símanum og náði að slökkva eftir eina endurtekningu. Nýji síminn minn er sumsé með talandi vekjaraklukku.

Velti því fyrir mér í gærkveldi hvað myndi gerast ef ég myndi ekki slökkva jafn fljótt á vekjaranum, hvort röddin myndi stigmagnast og enda í háværu ískri um að ég ætti að drulla mér lappir, klukkan væri löngu orðin xx:xx.

Er það bara ég eða er e-ð skrýtið við talandi vekjaraklukkur? Að vera vakin af ókunnri, rafkenndri konurödd?

4 ummæli:

Elín sagði...

Það er skrýtið, eiginlega bara creepy :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Nefnilega Ella, eiginlega bara creepy!

Íris sagði...

sammála creepy

Frú Sigurbjörg sagði...

Hef ekki notað símann aftur til að vekja mig, svo creepy er það.