mánudagur, 14. febrúar 2011

tilhameðig

Hebði mátt halda ég hefði fagnað tíræðisaldri, miðað við allar kveðjurnar sem rafsendust á mig í öllum logrum fésbókarinnar. Ég er djúpt snortin og hoppandi kát með allar þessar kveðjur, en púff hvað ég var fegin þegar handavinnunni við að svara hverri og einni var lokið.

E-r vilja meina að í dag sé upprunninn dagur elskenda, svo kallaður Valentínusardagur. Í raun sanni er þriðji í afmæli hjá Hjalta og annar í afmæli hjá mér. Þess vegna helltum við kóki yfir Wheetosið okkar í morgun og sendum þann myndarlega eftir snakki í kvöldmat.

Maður á víst ekki afmæli nema einu sinni á ári.

Engin ummæli: